Einar Már í Hananú!

Einar Már Guðmundsson rithöfundur heimsækir bókmenntaklúbbinn Hananú! og ræðir um verk sín í höfundaspjalli á aðalsafni Bókasafns Kópavogs þann 9. febrúar n. k. Hittist klúbburinn í fjölnotasalnum á 1. hæð kl. 16:00 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Hananú er bókmenntaklúbbur á vegum bókasafnsins sem hittist annan hvern miðvikudag yfir vetrartímann á milli 16:00 – 17:30. Höfundaheimsókn er á dagskrá tvisvar yfir veturinn, ein heimsókn að hausti og önnur að vori. Nálgast má frekari upplýsingar á heimasíðu safnsins sem og á Facebook-síðu klúbbsins, Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs. Öllum er velkomið að kíkja við og taka þátt í áhugverðum umræðum um bókmenntir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar