Eftirlætisbækur Péturs Gunnarssonar rithöfundar

Nokkrir þjóðþekktir rithöfundar og bókaunnendur stíga á stokk og deila eftirlætishöfundum og bókakveikjum með gestum Menningar á miðvikudögum í vetur undir yfirskriftinni Leslyndi. Miðvikudaginn 20. september kl. 12:15 mun Pétur Gunnarsson ríða á vaðið í viðburðaröðinni og fjalla um nokkrar af sínum uppáhaldsbókum. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Margverðlaunaður rithöfundur

Fimmtíu ár eru síðan fyrsta ljóðabók Péturs Gunnarssonar, Splunkunýr dagur, kom út 1973 en áður höfðu birst ljóð eftir hann í Tímariti Máls og menningar. Skáldsagan Punktur, punktur, komma, strik leit svo dagsins ljós 1976. Bókin var sú fyrsta af fjórum um söguhetjuna Andra en síðasta Andrabókin, Sagan öll, var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1987.

Ævisaga Péturs um Þórberg Þórðarson, ÞÞ – Í fátæktarlandi, hlaut Viðurkenningu Hagþenkis 2009. Pétur hefur einnig fengist við þýðingar og hlaut þýðing hans á Frú Bovary eftir Gustave Flaubert Menningarverðlaun DV 1996.

Árið 2023 hlaut Pétur Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingu sína á Játn­ing­unum eft­ir Jean-Jacqu­es Rous­seau.

Leslyndi haustið 2023 á Bókasafni Kópavogs

Miðvikudag, 20. september klukkan 12:15
Pétur Gunnarsson, rithöfundur

Miðvikudag, 11. október, klukkan 12:15
Þórarinn Eldjárn, rithöfundur

Miðvikudag, 8. nóvember, klukkan 12:15
Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjóri og þýðandi

Miðvikudag, 29. nóvember, klukkan 12:15
Guðrún Eva Mínervudóttur, rithöfundur

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar