Efla félagslega og líkamlega heilsu barna

Menntasvið Kópavogs fékk nýverið heimsókn frá fulltrúum Mennta- og barnamálaráðuneytisins sem kynntu sér verkefnið Velkomin- Mennt er máttur þegar þú ert sáttur sem fékk styrk frá ráðuneytinu á síðasta ári.

Þróunarverkefnið gengur út á að að efla félagslega og líkamlega heilsu barna, sem miðar að því að hvetja börn með einstaklingsbundum hætti til þátttöku í samfélaginu í gegnum íþrótta- og frístundastarf sem hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarlegan bakgrunn. Virkja og valdefla þau og hjálpa til við aðlögun þeirra inn í skóla, íþrótta- og frístundastarf og samfélagið Kópavog.

Á sama tíma er markmiðið að fræða börn með íslensku sem sitt móðurmál um fjölmenningu og efla hæfni þeirra er snýr að menningarnæmi sem gerir þeim kleift að bregðast við af virðingu og samkennd gagnvart fólki, til dæmis af ólíkum uppruna, þjóðernum, menningu og trúarbrögðum. Í gegnum verkefnið er lögð áhersla á inngildingu nemanda þar sem rík áhersla er lögð á að viðurkenna og virða fjölbreytileikann og gera alltaf ráð fyrir honum í öllu starfi með börnum.

Á myndinni eru frá vinstri: Victor Berg Guðmundsson, Aðalheiður Diego Hjálmarsdóttir, Linda Rós Alfreðsdóttir, Amanda K. Ólafsdóttir, Vigdís Birna Grétarsdóttir, Halldór Hlöðversson og Guðni Olgeirsson.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins