Dularfull fuglategund nemur land

Heyrst hafa sögur af því að dularfull fuglategund ætli sér að nema land í Hamraborginni laugardaginn 6. nóvember. Af því tilefni hafa listakonurnar Wiola Ujzadowska og Ninna Þórarinsdóttir blásið til listsmiðju í Gerðarsafni í því skyni að bjóða fuglinn velkominn. Skúlptúrar úr fundnum efniviði verða reistir og sögur skrifaðar – sögur á ensku, pólsku, íslensku og fuglamáli. Börn á aldrinum 5 – 12 ára eru boðin hjartanlega velkomin með fjölskyldum sínum.

Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar