Draugar, leðurblökur og skrímsli 

Hrekkjavökusmiðja heppnaðist með eindæmum vel á Lindasafni s.l. helgi og var fullt út úr dyrum. 

Prúðbúin börn mættu mörg hver í skrautlegum búningum og nutu sín í botn í skemmtilegu hrekkjavökuföndri þar sem búnar voru til allskonar myndir á krukkur sem munu líklega lifa um ókomna tíð og skapa hlýlega stemningu á heimilum með fallegu kertaljósi innbyrðis. Frábær fjölskyldustund í alla staði. Takk fyrir komuna! 

Næsta fjölskyldustund menningarhúsanna í Kópavogi verður haldin kl. 13 á morgun, laugardag, á Náttúrufræðistofu Kópavogs í Hamraborg og ber titilinn Fjörupollar og furðudýr. Allar upplýsingar um viðburðinn má finna á vef menningarhúsanna: https://menning.kopavogur.is/event/fjorupollar-og-furdudyr/. Verið velkomin. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar