Dömurnar í Gullsmára 9

Dömurnar í Gullsmára 9 í Kópavogi, gerðu sér glaðan dag í síðustu viku. Þær skruppu í hádegisbröns í Mathús Garðabæjar og var þar gleði og gaman undir stjórn Nönnu og Dóru sem hafa haldið hópnum saman í mörg ár.

Hittast mánaðarlega

,,Við hittumst einu sinni í mánuði í salnum okkar á 14. hæð í Gullsmára og þá er ávallt gleði og gaman,” segir Helga Halldórsdóttir, ein þeirra sem er hópnum og bætir við:. Takk fyrir daginn í Mathúsinu elsku dúllurnar mínar, þarna var fyrirmyndar þjónusta og góður matur.”

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar