Dáumst að vinum okkar hjá Breiðabliki

Enn og aftur er komið að Símamótinu og Síminn sem áður afar stoltur styrktaraðili þess. Mótið er nú haldið í 39. sinn og ótrúlegt að hugsa til þess að allan þennan tíma hafi flestar af okkar fremstu fótboltastelpum fjölmennt í Kópavoginn til að skemmta sér og okkur hinum.

Við hjá Símanum dáumst alveg hreint að vinum okkar hjá Breiðabliki sem vinna myrkrana á milli við að skipuleggja hin minnstu smáatriði þegar kemur að mótinu sem tryggir að við öll sem leggjum leið okkar í Kópavoginn eigum sem frábærastu helgi. Að baki móts af þessari stærðargráðu liggur gríðarlega mikil vinna frá fjöldanum öllu af fólki og færum við Breiðablik og þeirra fólki okkar allra bestu þakkir fyrir þetta dýrmæta samstarf.

Einnig fögnum við enn meiru samstarfi við KSÍ og tökum virkan þátt í að breyta leiknum, eins og svo oft áður. Í ár beinum við athygli okkar að því góða fólki sem tekur dómarahlutverkin að sér. Það vill nefnilega stundum gleymast að dómarar eru líka fólk, rétt eins og við hin og ber okkur öllum að sýna þeim virðingu þegar þau sinna sínum mikilvægu störfum. Við hvetjum öll til að standa vaktina með okkur og hjálpast að við að uppræta neikvæðni gagnvart dómurum.

Við erum auðvitað búin að panta gott veður fyrir helgina. Símabíllinnn verður á sínum stað með húllum hæ og við hlökkum til að sjá ykkur öll á Símamótinu 13.-16. júlí.

Inga María Hjartardóttir, verkefnastjóri Símamótsins hjá Símanum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar