Country á heimsmælikvarða í Lindakirkju! 

Það er óhætt að segja að Lindakirkja blási til sannkallaðrar Country-tónlistarveislu í Lindakirkju sunnudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00. Tónlistarstjórinn Óskar Einarsson stjórnar hljómsveit og hinum rómaða Kór Lindakirkju. Óskar útsetur lögin sem verða bandarískar Country perlur frá ýmsum tímum í anda Johnny Cash, Dolly Parton, Carrie Underwood og fleiri.  

Tónlistarstjórinn Óskar Einarsson stjórnar hljómsveit og hinum rómaða Kór Lindakirkju. Óskar útsetur lögin sem verða bandarískar Country perlur frá ýmsum tímum í anda Johnny Cash, Dolly Parton, Carrie Underwood og fleiri

Óskari til halds og traust verður margt af besta Country-tónlistar fólki Íslands, hin alíslenskiTexas countrymeistari Axel Ó, Arnar Ingi Ólafsson en hann hefur oft verið nefndur Johnny Cash Íslands, Diljá Pétursdóttur Eurovisionstjarna úr Kór Lindakirkju. Í hljómsveitinni er valin maður í hverju rúmi en hún verður skipuð:  Brynjólfi Snorrasyni, Páli Elvari Pálssyni, Pétri Erlendssyni og Sigurgeiri Sigmundssyni. Rjóminn ofan á kökuna eru svo stór nöfn í Country heiminum sem hafa unnið til fjölda verðlauna á Grammy og fleiri tónlistarhátíðum: Þau Sarah Hobbs og Milo Deering frá Texas. 

Sarah er söngkonar að vinna sér sess sem ein besta söngkona Countrysenunnar sem en Milo er talinn einn besti Pedal Steel gítarleikari í heiminum. Milo er auk þess afbragsgóður fiðluleikari með meiru. Við heyrðum í Guðna Má Harðarsyni presti í Lindakirkju: ,,Það er mikil eftirvænting fyrir tónleikunum og við eigum ekki til orð yfir hversu vel miðasalan gengur. Það eru stór orð að segja að þetta verði Country á heimsmælikvarða en við stöndum við það! Óskar Einarsson er afskaplega metnaðarfullur og lagavalið sem hann hefur sett saman svíkur engann. Að fá svona virta gesti frá Bandaríkjunum er mikið gleðiefni. Kórinn okkar er að æfa lögin og spennan er áþreifanleg. Þetta er tækifæri sem enginn sannur Countryaðdáandi má láta fram hjá sé fara! Ágóði af tónleikunum verður notaður til að tryggja jafnt aðgengi allra að barnastarfinu sem nú er komið með aðstöðu í kjallara Lindakirkju og þurfum við að fá lyftu sem verið er að safna fyrir!“ sagði Guðni Már spenntur í bragði. Miðaverð á tónleikanna er 5.900 kr og takmarkað magn miða.  

Húsið opnar kl. 19:30. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 

Miðasala fer fram á klik.is og lindakirkja.is 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar