Búsetukjarni við Kleifakór boðinn út

Nýr Búsetukjarni með 7 sérbýlum, starfsmannarými og sólskála á að rísa fyrir lok árs 2024 við Kleifakór 2, en byggingin er á einni hæð um 590 m2 að stærð.

Stefán L. Stefánsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Kópavogsbæjar lagði fram erindi í bæjarráði Kópavogs á dögunum þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út í opnu útboði búsetukjarna við Kleifakór 2. Búsetukjarninn verður steinsteyptur, einangraður og klæddur að utan með timbur – og álklæðningu. Í útboðsgögnum er gert ráð fyrir að búsetukjarnanum verði skilað fullfrágengum tilbúnum til notkunar ásamt fullgerðri lóð í nóvember 2024. Bæjarráð samþykkt að veita heimildina.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar