Búið að kaupa eða byggja 53 í búðir frá 2015

Í desember í fyrra lagði Bergljótu Kristinsdóttur bæjarfulltrúi Samfylk-ingarinnar fram fyrirspurn um íbúðir í félagslegu húsnæðiskerfi Kópavogs og lagði Ingólfur Arnars fjármála- og hagsýslustjóri fram svar við fyrirspurn Bergljótar á fundi bæjarráðs í síðustu viku.

Bergljót spurði m.a. hversu mörgum íbúðum hafi verið bætt inn í félagslega húsnæðiskerfið (nettó) frá 2015 eftir árum og hversu margar eru þær í dag.

Í svari fjármála- og hagsýslustjóra kom fram að frá 1. janúar 2015 sé búið að kaupa eða byggja 53 íbúðir og eru þá meðtaldar 4 leiguíbúðir fyrir fatlaða við Austurkór (ekki sambýlið sem kom 2014) og íbúakjarna með 7 íbúðum fyrir fatlaða við Fossvogsbrún. ,,Inn í þessum tölum er heldur ekki áfangaheimilið Dalbrekka 27, en þar geta 8 búið. Einnig er búið að kaupa 4 almennar íbúðir sem verða afhentar á árinu 2023.

Búið að selja 17 íbúðir

Á sama tíma er búið að selja 17 íbúðir, langflestar til íbúa sem áttu rétt að kaupa samkvæmt reglum, en svo voru 6 íbúðir endurseldar til Sunnuhlíðar á árinu 2022, en bærinn er með leigusamning um þær íbúðir og þær því hluti af útleigusafni bæjarins.

Fjöldi íbúðareininga í eigu bæjarins 462

Bærinn hefur einnig gert samning við Brynju, hússjóð Öryrkjabandalagsins um stofnframlög. Þessir samningar taka einnig til þess, að þessum íbúðum Brynju er úthlutað í samráði eða samvinnu með velferðarsviði Kópavogs, þannig að Kópavogsbúar á báðum listum hafa ákveðinn forgang. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfissviði, þá er fjöldi íbúðareininga í eigu bæjarins 462 auk þeirra íbúða sem verða afhentar á árinu 2023 og áfangaheimilið Dalbrekku 27 ekki talið með,” segir í svarinu.

Bergljót óskaði einnig eftir svari við hver fjöldi íbúða í fjölbýli sé í bæjarfélaginu í dag?

1.380 íbúðir í réttum stærðarflokki

,,Samkvæmt mælaborði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru, þann 11. janúar 2023, um 11 þúsund fullbúnar íbúðir í fjölbýlishúsum í Kópavogi, þar af eru 1.380 í þeim stærðarflokki sem félagslega íbúðarkerfi Kópavogsbæjar er að leita eftir,” segir í svari fjármála og hagsýslustjóra Kópavogsbæjar við fyrirspurn Bergljóta.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar