Brynja Sveinsdóttir forstöðumaður Gerðarsafns

Brynja Sveinsdóttir lauk B.A. námi í listfræði og heimspeki við Háskóla Íslands 2010, M.A. námi í hagnýtri menningarmiðlun við sama skóla 2011 og M.A. námi í sýningarstjórn við Stokkhólmsháskóla 2014.
 
Brynja hefur unnið að gerð sýninga frá útskrift, bæði sjálfstæðra sýningarverkefna og í starfi hjá listasöfnum, auk stundakennslu við Ljósmyndaskólann og Listaháskóla Íslands. Hún starfaði sem aðstoðarmaður sýningarstjóra í Moderna Museet 2014; verkefnastjóri sýninga og safnfræðslu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur 2015 og hefur starfað í Gerðarsafni frá 2016.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar