Breytt fyrirkomulag hirðingu jólatrjáa

Kópavogsbær mun setja upp gáma á fimm stöðum í bænum fyrir jólatré íbúa. Gámarnir verða aðgengilegir frá fyrstu vikunni í janúar og til 10. janúar.

Gámarnir verða á eftirfarandi stöðum:

Kársnes, við Vesturvör 14

Digranes, við íþróttahúsið Digranesi

Smára- og Lindahverfi, neðst á Glaðheimasvæðinu

Sala- og Kórahverfi, við garðlönd, Rjúpnavegur/ Arnarnesvegur

Þinga- og Hvarfahverfi, á bílastæði við Vallakór 8

Fyrirkomulagið er nýtt í bænum en starfsmenn bæjarins hafa hirt tré í íbúagötum undanfarin ár. Það hefur ekki reynst nægilega vel, tré fokið til sem skapar hættu, auk þess sem tré hafa verið sett út við lóðarmörk eftir tímabili hirðingar er lokið.

Auk gámanna geta íbúar nýtt sér flokkunarstöðvar Sorpu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar