Breytingarnar snúast fyrst og fremst um að ná betur til ungs fólks og veita þeim þá þjónustu sem þau óska eftir

Á síðasta fundi Menntaráðs Kópavogs var grein gerð fyrir tillögu um breyt- ingu á þjónustu við ungt fólk í Kópavogi til ársins 2030, en í Kópavogi búa núna 40 þúsund manns og eru íbúar á aldrinum 16-25 ára rúmlega 5000 sem er um 13% af heildaríbúafjölda Kópavogs. Í vinnunni sem fór af stað í byrjun árs 2019 var líka eitt af markmiðunum að skoða aðgengi að þjónustu og áherslur í starfi Molans ungmennahúss og móta tillögur að framtíðarstarfi hússins í þeim tilgangi að tryggja að starfsemin mæti þörfum ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára.

Sigvaldi Egill Lárusson er formaður Menntaráðs og Kópavogspósturinn spurði hann um hver væru markmið og tilgangurinn með verkefninu, Þjónusta við ungt fólk? ,,Ég vil byrja á að taka það fram að tillagan hefur ekki verið samþykkt af bæjarráði og bæjarstjórn,” segir Sigvaldi áður en hann heldur áfram: ,,Markmiðið með tillögunni er að ná til stærri og fjölbreyttari hóps ungs fólks í sveitarfélaginu og þróa þjónustu sem mætir þörfum sem flestra til stuðnings og ráðgjafar um flest þau viðfangsefni sem ungt fólk á aldrinum 16-25 kann að vera að takast á við, hvort sem það snýr að námi, atvinnu eða líðan.”

Þarf að auka sýnileika Molans

Og þið voruð að leggja fram tillögu um breytingu á verkefninu á síðasta fundi ykkar – um hvað snýst sú breyting og hvernig og með hverjum hafið þið unnið þessar tillögur? ,,Þær breytingar snúast fyrst og fremst um að ná betur til ungs fólks og veita þeim þá þjónustu sem þau óska eftir. Ungmennaráð hefur í gegn- um tíðina bent á að við séum ekki að ná nægilega vel til þessa aldurshóps í gegnum ungmennahúsið Molann og gera þurfi betur í þjónustu og ráðgjöf við ungt fólk og auka sýnileika Molans þannig að fleiri í þessum aldurshóp sjái sér hag af því að nýta sér þjónustuna. Í tengslum við þá umræðu var árið 2019 stofnaður vinnu- hópur með þremur fulltrúum úr ungmennaráði, forstöðumanni Molans, tveimur bæjarfulltrúum, verkefnastjóra lýðheilsu, fullt- rúa velferðarsviðs og deildarstjóra frístundadeildar ásamt verkefnastjóra sem hélt utan um vinnuna í samstarfi við deild- arstjóra. Vinnuhópnum var falið að endurskoða þjónustu við ungt fólk í Kópavogi og starfsemi Molans og skilaði skýrslu með tillögum til umbóta. Núverandi breytingatillaga byggir á þeirri skýrslu,” segir hann og heldur áfram: ,,Lagt er til að stofnuð verði „Miðstöð unga fólksins í Kópavogi“ þar sem stuðlað verður að virku samstarfi við félagasamtök, menntastofnanir og aðrar þekkingarmiðstöðvar sem vinna að velferð og vellíðan ungs fólk. Samstarfsaðilum/félagasamtökum verður skapað tækifæri til að hafa skil-greinda viðveru í miðstöðinni í tengslum við samstarfið við Kópavogsbæ.”

Óskað var sérstaklega eftir aðgengi að ódýrri sálfræðiþjónustu

Þið voruð með vefumræðuborð með þátttakendum á aldrinum 16-25 ára – hvað kom helst fram á umræðuborð- inu? ,,Helstu niðurstöður voru að ungt fólk upplifir almennt góða þjónustu hjá Kópavogsbæ. Algengustu svörin voru að óskað var eftir auknu aðgengi að aðstöðu til að hittast, halda veislur, sýningar og til íþróttaiðkunar. Ásamt því að óskað var sérstaklega eftir aðgengi að ódýrri sálfræðiþjónustu. Einnig kom skýrt fram að efla þarf fræðslu og ráðgjöf fyrir ungt fólk ásamt því að kynna og auglýsa vel þá þjónustu sem er í boði fyrir ungt fólk hjá Kópavogsbæ.”

Og hvað með starfsemi Molans ung-mennahús, hefur hún þjónað tilgangi sínum eða verða einhverjar breytingar á starfseminni eftir þessa vinnu? ,,Við í Kópavogi erum stolt af því að vera með þeim fyrstu sveitarfélögum til að stofna ungmennahús, hús sem var gjöf bæjarins til ungs fólks í sveitarfélaginu. Molinn mun halda áfram að þjóna sínum tilgangi í að vera staður þar sem ungt fólk getur komið saman í jákvæðu umhverfi og haft aðstöðu til skapandi verkefna. Með þessari tillögu erum við hins vegar að styrkja starfsemi Molans enn betur, þar sem horft verður til þess að efla enn frekar ráðgjafa- og stuðningsþjónustu. Einn liður í því er m.a. að koma á samstarfi við félagsamtök sem búa yfir víðtækri reynslu og sérhæfingu til að stuðla að virkni og aukinni vellíðan á meðal ungs fólks. Stefnt er að því að ákveðin félagasamtök hafi fasta viðveru og aðstöðu í húsinu tiltekinn tíma í hverri viku. Það er okkar von að með markvissri samvinnu við félagasamtök sem vinna að hagsmunum ungs fólks náist meiri og sýnilegri árangur í þjónustu við ungt fólk á aldrinum 16-25 ára í Kópavogi. Rannsóknir sína einnig að ef stuðningur er aðgengilegur tímanlega má m.a. fyrirbyggja að ungt fólk í vanda leið- ist út heilsufarsvanda seinna á lífsleiðinni líkt og geð- og fíknivanda.”

Mun meiri áhersla á faglega ráðgjöf til ungmenna

,,Með þessari breytingu verður mun meiri áhersla á faglega ráðgjöf til ungmenna til að mæta ákalli þeirra sjálfra. Ráðinn verður ráðgjafi ungmenna með viðeigandi menntun í fullt starf með þessari breytingu. Þar með hefur ráðgjafinn mun meiri viðveru og gefst betur kostur á að veita einstaklingsráðgjöf sem tekur mið af þörfum hvers og eins. Með meiri viðveru ráðgjafa ungmenna verður í enn meira mæli hægt að efla samstarf við grunnskóla, félagsmiðstöðvar og aðra aðila innan sveitarfélagsins sem vinna með nemendum t.d. í 9. og 10.bekk sem ein-hverja hluta vegna finna sig ekki í skólakerfinu, en gætu nýtt sér stuðning, virkni-prógramm og eflt félagsleg tengsl sín í ,,Miðstöð unga fólksins,,.”

Nú var minnihlutinn ekki tilbúinn að taka efnislega aðstöðu til tillögunnar á síðasta fundi menntaráðs þar sem ungmennaráð Kópavogs hafa ekki fengið erindið til umfjöllunar og vildi því fella tillöguna. Var ungmennaráð Kópavogs ekki haft með í ráðum? ,,Eins og komið hefur fram þá byggir tillagan á skýrslu vinnuhóps sem fulltrúar ungmennaráðs tóku þátt í og var lögð fyrir ráðið á sínum tíma. Eftir að Menntaráð hafði samþykkt núverandi tillögu var boðað til fundar í ungmennaráði og tillagan lögð þar fram til umsagnar.
Eftirfarandi bókun kom frá ungmennaráði á þeim fundi: „Ungmennaráði Kópavogs lýst mjög vel á tillögu um að styrkja þjónustu við ungt fólk í Kópavogi. Ungmennaráð tekur sérstaklega undir fyrirætlanir um að auka starfshlutfall ráðgjafa ungmenna. Jafnframt leggur ungmennaráð áherslu á að upplýsa betur um starfsemi Molans og þá þjónustu sem ungu fólki býðst í sveitarfélaginu.

Ungmennaráð tekur vel í að eiga áframhaldandi samstarf við menntasvið um útfærslu og innleiðingu tillögunnar.

Ungmennaráð mun svo að sjálfsögðu taka fullan þátt í áframhaldandi samstarfi við menntasvið við innleiðingu og útfærslu á breytingunum,” segir Sigvaldi.

Vonast til þess að ná betur til fjölbreytts hóps ungs fólks

En hver eru svo næstu skref í þessum málum og mun þessi nýja tillaga fela í sér aukna og bætta þjónustu við ungt fólk í Kópavogi? ,,Já, með þessum breytingum, sem byggja m.a. á umræðu í ungmennaráði og tillögum vinnuhóps, er vonast til þess að ná betur til fjölbreytts hóps ungs fólks í Kópavogi. Áhersla verður lögð á að veita þeim ráðgjöf og stuðning á þeim sviðum sem mest þörf er á, styrkja atvinnu- og námstengdan stuðning, geðrækt og almenna lýðheilsu. Horft verður til þess að kynna starfsemina og þjónustu við ungt fólk í sveitarfélaginu með markvissari og skilvirkari hætti. Í allri þjónustu eins og þessari er mikilvægt að horfa í framþróun í þjónustu,” segir Sigvaldi að lokum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar