Brekkuhlaup Breiðabliks og Útilífs verður haldið 8. september

Brekkuhlaup Breiðabliks og Útilífs verður haldið fimmtudaginn 8. september kl. 18. Boðið verður upp á tvær vegalengdir sem báðar eiga það sameignlegt að bjóða upp á fjölbreyttar brekkur, sem gera hlaupið bæði krefjandi og skemmtilegt.

Þátttakendur hlaupa upp hinn víðfræga Himnastiga, upp úr Kópavogsdal og einnig upp í efri byggðir Kópavogs.

Boðið er upp á tvær vegalengdir. Lengri leiðin er 15,4 km og styttri leiðin er 5,2 km. Þátttökugjald er 3.900 krónur, en skráning fer fram á Hlaup.is og lýkur á hádegi fimmtudaginn 8.sept. Hlaupagögn verða afhent í verslun Útilífs í Smáralind miðvikudaginn 7. september kl. 11-18:30 og fimmtudaginn 8. septem

ber kl 11-16. Verslunin mun bjóða þátttakendum upp á valdar hlaupavörur á tilboði.

Viðburðurinn er hér:
https://www.facebook.com/events/s/brekkuhlaup-brei%C3%B0abliks-og-uti/1252422228841393/

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar