Breiðablik vill merkja mannvirki í þeirra rekstri með nöfnum styrktaraðila

Aðalstjórn Breiðabliks hefur óskað eftir því við íþróttaráð Kópavogs að fá að merkja þau íþróttamannvirki bæjarins sem eru í rekstri félagsins með nöfnum styrktaraðila.

Íþróttaráð hefur samþykkt ósk Breiðabliks, en taka þó fram að mannvirkin heita eftir sem áður sínum upprunalegu nöfnum og merkingar skulu vera í sátt við skipulag og umhverfi sitt og í takt við ímynd, ásýnd og stefnu Kópavogsbæjar.

Íþróttaráð vísaði erindinu til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar