Breiðablik og HK fá 100 þúsund fyrir hverja selda fasteign

Á dögunum undirritaði Fasteignasalan Lind samstarfssamning við Breiðablik og HK, en samstarfið felur í sér að félögin fá 100.000 kr. styrk fyrir hverja selda eign sem skráð er í gegnum Breiðablik (www.fastlind.is/breidablik) og HK (www.fastlind.is/hk)

,,Þessi hugmynd kom upp hjá okkur hérna á skrifstofunni og bæði HK og Breiðablik tóku strax vel í hana,“ segir Hannes Steindórsson, eigandi og löggiltur fasteignasali á Fasteignasölunni Lind í Kópavogi aðspurður um tilurð samstarfssamningsins.

Gaman að geta stutt við íþróttastarfið í bænum

Og þetta getur verið góð búbót fyrir félögin ef bæjarbúar eru duglegir að skrá fast-eignina sína til sölu hjá ykkur? ,,Já, heldur betur. HK fær 100.000 kr. fyrir hverja selda eign sem skráð er inn á www. fastlind.is/hk og sama á við með Breiðablik í gegnum www. fastlind.is/breidablik. Það er virkilga gaman og gott að geta stutt við íþróttastarfið í bænum og tekið þátt í samfélaginu enda er Lind rótgróin fasteignasala í Kópavogi.”

Edda Þorvarðardóttir markaðsstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks og Hannes hjá Lind fasteignasölu við undirritun.

Halda 50/50 með Breiðablik og HK

Það eru um 30 starfsmenn á Lind. Er þetta svon 50/50 skipting með hvoru liðinu starfsmenn halda eða viljið þið halda því fyrir ykkur? ,,Eigum við ekki bara að segja 50/50 skipting,“ segir hann brosandi.

Þið fluttuð nýlega í Bæjarlind. Eruð þið ánægð á nýja staðnum? ,,Já, virkilega. Gamla Players húsnæðið hentar okkur mikið betur en húsnæðið í Hlíðasmára sem var orðið alltof lítið,“ segir Hannes og bætir við: ,,Kópavogsbúar hafa verið okkur hliðhollir í gegnum árin og það selur held ég engin meira af eignum í Kópavogi en við, enda þekkjum við hvert hverfi mjög vel.“

Best að búa í Kópavogi

En hvernig hefur salan verið í Kópavogi? ,,Hún hefur verð mjög góð. Það var einu sinni gott að búa í Kópavogi en núna er það best.“

Á forsíðumynd er Louisa íþrótta- og verkefnastjóri HK og Hannes eftir undirritun samningsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar