Breiðablik mætir ÍBV í dag í Eyjum

Breiðablisstúlkur eru á leiðinni til Vestmannaeyja þar sem þær mæta ÍBV í dag kl. 18 í annarri umferð Pepsí-deildarinnar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þær mæta til leiks eftir stórsigur á Fylki í fyrstu umferðinn, en leikurinn endaði með 9 marka sigri Breiðabliks, stórar tölur. ÍBV tapaði í fyrstu umferðinni á mót Þór/KA á heimavelli, 2-1.

Kópavogspósturinn spurði Vilhjálm Haraldsson þjálfara Breiðabliks hvort það væri einhver hætta á að Blikastúlkurnur væru of hátt uppi eftir stórsigurinn á móti Fylki og jafnvel komnar eitthvað fram úr sér? ,,Nei,  Við gerum okkur grein fyrir því að leikurinn verður mjög erfiður í Eyjum enda átti ÍBV góðan leik gegn Þór/KA þrátt fyrir tap,“ segir Villi.

Margt gekk vel og ýmislegt má bæta

Komu þessi stórsigur á móti Fylki á óvart í fyrstu umferðinni, gekk allt upp hjá Breiðablik í þessum leik? ,,Úrslitin komu á óvart og segja ekki til um gang leiksins. Margt gekk vel og ýmislegt má bæta.“

En hvað segirðu um leikinn í dag – erfitt verkefni fyrir höndum? ,,Mjög erfiður leikur framundan, ÍBV er með sterkt lið og hafa bætt við góðum leikmönnum.“

Og allar leikmenn sem voru með í síðasta leik tilbúnir í slaginn í kvöld, engin meiðsli og sama byrjunarlið? ,,Sami hópur og gegn Fylki, smávægileg meiðsli í hópnum en vonandi allar klárar í kvöld.“

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar