Breiðablik Íslandsmeistari í nítjánda skipti

Breiðablik er Íslands­meist­ari kvenna í fót­bolta í nítj­ánda skipti eft­ir marka­laust jafn­tefli við Val í hrein­um úr­slita­leik í lokaum­ferð Bestu deild­ar­inn­ar á Hlíðar­enda í gær. Breiðablik dugði jafntefli fyrir leikinn og voru heilt yfir líklegri til að skora lengst af í leiknum, en Valsstúlkur þjörmuðu vel af þeim síðustu 15 mínútur leiksins án þess að skora. Greinilegt var í lokinn að mikið stress var komið í Blikaliðið sem hugsaði eingöngu að fá ekki á sig mark og það tókst. Breiðablik end­aði því tímabilið með 61 stig og Val­ur 60, en þessi tvö lið voru með mikla yfirburði í deildinni og skáru sig úr.

Til hamingju Breiðablik. Fleiri myndir og ítarlegri umfjöllun verða í Kópavogspóstinum á fimmtudaginn.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar