Breiðablik í Domino´s deildina

Breiðablik tryggði sér sæti í deild þeirra bestu, Domino´s deildinni í körfubolta, næsta haust með öruggum sigri á Skallagrími í gærkvöldi, 121-77.

Það var greinilegt strax í fyra leikhluta hvert Breiðablik ætlaði með leikinn því leik var nánast lokið eftir fyrsta leikhluta, en Breiðablik leiddi þá með 24 stigum, 36-12. Skallagrímsmenn snéru þó öðrum leikhluta sér í vil og sigruðu hann með 12 stiga mun, ótrúlegar sveiflur. En þá sögðu deildarmeistarar Blika hingað og ekki lengra og unnu þriðja leikhlutann 28-10 og fjórða leikhlutann 37-23. Ótrúlegt skor og mikil sýning hjá Breiðablik, en Skallagrímsmenn gátu tryggt sér sæti í 4 liða úrslitakeppni 1. deildar, um eitt laust sæti í Domino´s deildinni að ári, með sigri. Blikar léku vel í vetur og eiga deildarmeistaratitilinn fyllilega skilið.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar