Íslandsmeistaramót unglinga í kata (12 til 17 ára) fór fram í Smáranum í maí og var keppt bæði í einstaklings og liðakeppni. Breiðablik átt gott mót og endaði félagið í 2. sæti þegar heildarárangur var talinn saman í lok dags. Eins og svo oft áður átti Tómas Pálmar Tómasson góðan dag og stóð uppi með gull í flokki 16 og 17 ára sem og gull í liðakeppni 16 og 17 ára með liðsfélögum sínum þeim Samúel Tý Sigþórssyni McClure og Róberti Dennis Solomon.
Í öðru sæti í sama flokki í liðakeppni voru Blikarnir Hákon Garðar Gauksson, Baldur Finnsson og Þorgeir Atli Kárason. Í liðakeppni 14 og 15 ára unnu Birgir Gauti Kristjánsson, Reigniel Carl Ballier Dantes og Þorsteinn Birkir sinn flokk. Arey Amalía Sigþórsdóttir McClure varð svo í öðru sæti í einstaklingskeppni í kata 13 ára stúlkna. Bronsverðlaun hlutu Viktor Yngvi Þorsteinsson í Kata pilta 14 ára, Samúel Týr Sigþórsson McClure í flokki 16 og 17 ára, Arna Kristín Arnarsdóttir og Gabríela Ora Gutraiman í flokki 12 ára stúlkna og Elísabet Inga Helgadóttir flokki 15 ára stúlkna. Flottur dagur: 3 gull, 2 silfur og 5 brons (og annað sætið þegar heilarárangur er metinn).
Á forsíðumynd er Tómar Pálmar Tómasson. Hann stóð uppi með gull í flokki 16 og 17 ára sem og gull í liðakeppni 16 og 17 ára með liðsfélögum sínum þeim Samúel Tý Sigþórssyni McClure og Róberti Dennis Solomon