Breiðablik byrjar með rafíþróttir

Ungmennafélagið Breiðablik og Gaming Arena ehf hafa gert með sér samning um afnot af nýrri og glæsilegri aðstöðu fyrir rafíþróttir að Smáratorgi 3 í Kópavogi.

Arena er 1.100m² afþreyingarmiðstöð þar sem aðstaðan verður í heimsklassa fyrir leikjaspilun á PC og Playstation. Ljóst er að mikill uppgangur hefur verið í rafíþróttum hér á landi sem og erlendis og hefur Breiðablik ekki farið varhluta af þeim mikla áhuga.

Stofnfundur á þriðjudaginn

Næstkomandi þriðjudag, 22. júní kl. 17:30, verður haldinn stofnfundur félags- og tómstundadeildar Breiðabliks sem mun hýsa rafíþróttirnar innan félagsins og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að koma að starfi deildarinnar að mæta á fundinn en hann fer fram í Smáranum (Veitingasal félags-ins á 2. hæð).

Æfingar munu hefjast í haust og hefjast forskráningar í deildina 1. júlí n.k. og hvetjum við alla áhugasama að fylgjast vel með þegar opnað verður fyrir skráningar.

Ungmennafélagið Breiðablik og Gaming Arena ehf hafa gert með sér samning um afnot af nýrri og glæsilegri aðstöðu fyrir rafíþróttir að Smáratorgi 3 í Kópavogi. Sigurjón Steinsson framkvæmdastjóra Gaming Arena ehf og Eystein Pétur Lárusson framkvæmdastjóra Breiðabliks við undirritun samningsins

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar