Braut blað í sögu fimleikanna

Valgerður braut blað í sögu fimleikanna er hún varð fyrsta konan til að framkvæma þrefalt heljarstökk með hálfri skrúfu.

Valgerður Sigfinnsdóttir úr Gerplu braut blað í sögu fimleika á bikarmóti í hópfimleikum sem fram fór í fimleikasal Stjörnunnar í Ásgarði í Garðabæ í sl. laugardag, en þar varð hún fyrsta konan til að framkvæma þrefalt heljarstökk með hálfri skrúfu á hópfimleikamóti. Stökkið heppnaðist eins vel og til stóð. Ótrúlega vel gert hjá Valgerði sem skrifaði sig í sögubækur fimleikanna.

Kasamatsu með heilli skrúfu

Valgerður framkvæmdi einnig stökk á hesti sem ekki hefur áður sést á Íslandi í kvennaflokki. Stökkið heitir kasamatsu með heilli skrúfu og er framkvæmt yfir stökkhest. Það má því með sönnu segja að Valgerður hafi sýnt svakaleg tilþrif á mótinu.

Lið Gerplu lenti í 2. sæti á bikarmótinu sl. laugardag

Gerpla í 2. sæti á bikarmótinu

Þrátt fyrir frábæran árangur Valgerðar þá dugði það ekki til sigurs fyrir Gerplu, því liðið varð í öðru sæti með 55,7 stig, en Stjarnan sigraði sjötta árið í röð.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar