Bókasafns Kópavogs. Starfsfólk safnsins bíður dagsins með óþreyju og tilhlökkun, líkt og á hverju ári og má með sönnu segja að í ár hefur safnið sannarlega fengið þrjá flotta og framúrskarandi höfunda til liðs við sig til að koma og ræða sínar nýjustu bækur. Um ræðir Hallgrím Helgason, Hildi Knútsdóttur og Friðgeir Einarsson sem ætla að koma og lesa úr sínum nýjustu verkum og taka þátt í skemmtilegum og spennandi umræðum um bókmenntir. Guðrún Sóley Gestsdóttir, sem ætti að vera flestum landsmönnum kunn úr sjónvarpi og útvarpi ætlar að leiða umræður.
Venju samkvæmt verða léttar veitingar í boði, kertaljós og huggulegheit.
Bókaspjallið verður á dagskrá eftir viku, þann 30. nóvember kl. 20 og eru öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu og Facebook-síðu bókasafnsins.