Börnin í fyrsta sæti

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, átti góðan og jákvæðan fund með Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs, og Orra Hlöðverssyni, formanni bæjarráðs, um breytingar á starfsumhverfi og skipulagi leikskólastarfs í Kópavogi sem sveitarfélagið er að hefja innleiðingu á. Fundinn sátu auk þeirra ráðuneytisstjóri og sérfræðingar í ráðuneyti mennta- og barnamála, sviðsstjóri menntasviðs Kópavogsbæjar og sérfræðingar.

Breytingarnar taka gildi 1. september næstkomandi. Í þeim felst meðal annars að sex tímar á dag verða gjaldfrjálsir, leikskólagjöld tekjutengd og þá verða teknar upp heimgreiðslur til foreldra barna frá 15 mánaða aldri.

Frá vinstri: Björk Óttarsdóttir, Óskar Haukur Níelsson, Orri Hlöðversson, Ásmundur Einar Daðason, Ásdís Kristjánsdóttir, Sigurlaug Bjarnadóttir, Anna Birna Snæbjörnsdóttir, Sindri Sveinsson og Erna Kristín Blöndal.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar