Börnin í fyrsta sæti í Kópavogi

Eftir að hafa setið mína fyrstu fjármálaráðstefnu Samband íslenskra sveitarfélaga sem fram fór 21. og 22. september síðastliðinn er ég sannfærð um að við í Kópavogi erum á réttri leið í leikskólamálum að stuðla að aukinni samveru með hvata til styttri dvalartíma barna í leikskólum Kópavogs.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu hjá Embætti landlæknis kom inná mikilvægi þess að hlúa að heilsu og hamingju í okkar samfélaginu og velti fyrir sér hvort það kæmi með peningum. Hún talaði um að hamingjustig okkar íslendinga hafi farið niður og að hvert hamingjustig sem við missum kosti okkur 2 milljónir á hvern einstakling. Ég túlkaði hennar niðurlag þannig að við ættum að fara horfa meira í þann tíma sem við eigum með okkar tengslaneti og leggja okkur fram við að auka samveru fjölskyldunnar því það væri hagauki til framtíðar.

Í umræðu um kjarasamninga sem Helgi Aðalsteinsson, hagfræðingur sambandsins fór fyrir kom meðal annars fram þær áskoranir og tækifæri sem blasa við. Hann talaði um mikilvægi þess að stilla hækkunum í hóf sé ég tækifæri í því að hinn almenni vinnumarkaður komi til móts við starfsfólk sitt með að huga að stytta vinnuvikuna í stað þess að krefja sveitarfélögin um aukna þjónustu sem er á kostnað tengsla og samverustunda innan fjölskyldunnar því það hjálpar okkur að halda verðbólgu niðri sem skilar okkur öllum ákveðnum kjarabótum.

Í erindum Hlöðvers Inga Gunnarssonar, sviðsstjóra fjölskyldusviðs Borgarbyggðar og Ragnars Helgasonar, sérfræðing á fjölskyldusviði Skagafjarðar tóku þeir fyrir kostnaðar aukningu sem væri innan grunnskólans og kölluðu eftir sameiginlegum viðmiðum mönnunar. Einnig veltu þeir fyrir sér þeirri aukningu sem hefur orðið í stoðþjónustu skólanna og hvort hún hreinlega ætti eftir að verða meiri en gunnkennsla. Sem segir okkur að við þurfum að gera betur á fyrstu árum ævinnar.

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla og frístundaráðs Reykjavíkurborgar kom inn á áskoranir í leikskólanum og ávarpaði þau líffræðileg takmörk ungra barna að vera í þeim áreitum sem leikskólinn hefur uppá að bjóða auk þess sem læknar benda á að börn á aldrinum 12 – 18 mánaða eru næmari fyrir veikindum og öðru sem er í leikskólaumhverfinu. Því velti hún fyrir sér mikilvægi lengingu fæðingarorlofs sem leiðir til aukinnar samveru og geðtengslamyndunar foreldra og barna.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum ræddi mikilvægi þess að innleiðing skipulagsbreytinga kæmi frá fólkinu sem væri að vinna verkefnin og lýsti ávinningi verkefnisins Kveikjum neistann. Þar virðist raungerast að bættur árangur nemenda fylgi glaðari einstaklingum og áhugasamari kennurum.

Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi sagði frá Kópavogsmódelinu þ.e. þeim aðgerðum sem starfshópur um bætt starfsumhverfi í leikskólum Kópavogs lagði til og var farið að vinna samkvæmt 1. september síðastliðinn. Þar var rótæk breyting gerð á gjaldskrá leikskóla auk vetrar-, jóla- og páskafrí sem er strax á fyrstu vikum að skila ótrúlegum árangri. Meðaldvalartími barna á dag hefur farið úr 8,1 klukkustund í 7,5 klukkustundir, viðvera kennara hefur aukist um 44 mínútur á viku í kjölfari vetrar- jóla- og páskafríum. Þetta eitt og sér gerir það að verkum að börnin fá betri umönnun og menntun daglega þar sem stór hópur barna fer heim um kl 15 á daginn og því meira næði og rými fyrir þau börn sem dvelja lengri skóladag, þetta skapar betri aðstæður fyrir þau börn sem á þurfa að halda.

Ég sem stjórnandi leikskóla og bæjarfulltrúi í Kópavogi horfi björtum augum á framtíð barna okkar. Þar sem rannsóknir sýna að góð tengslamyndun fyrstu 1000 daga ævinnar skila betri geðheilsu seinna meir. Fyrirlestrar ráðstefnunnar snérust um að bæta samfélagið, auka samveru og tengsl fjölskyldunnar, minnka kostnað og auka hamingju sem er stórt lýðheilsu mál.

Þessar aðgerðir hér í Kópavogi sem komu eftir samtal og samvinnu menntasviðs, pólitískra fulltrúa, stéttarfélaga, foreldra, kennara og starfsfólks eru til þess fallnar að vera svar við erindum ráðstefnunnar og er sannfærð um að þau eigi eftir að skila okkur eftirfarandi ávinningi.

  • Hvatningu til atvinnulífsins um styttri vinnuviku
  • Meiri samverutíma foreldra og barna
  • Betra starfsumhverfi í leikskólanum
  • Minni sérkennsluþörf á síðari skólastigum
  • Hamingjusamari einstaklingum fyrir samfélagið til framtíðar
  • Þetta er fjárfesting til framtíðar

Sigrún Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar