Boðið upp á skemmtun og hressingu í sextugsafmæli Kópasteins

Leikskólinn Kópasteinn fagnaði sextugsafmæli með skemmtun og opnu húsi miðvikudaginn 15. maí sl. Boðið var upp á hressingu að lokinni skemmtiatriðum.

Kópasteinn hóf starfsemi árið 1964 og er fyrsti leikskólinn í Kópavogi, settur á laggirnar níu árum eftir að Kópavogur fékk kaupstaðaréttindi.

Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og leikskólastjóri Kópasteins, Margrét Stefanía Lárusdóttir. 

Leikskólanum voru færðir gjafir og blóm frá menntasviði bæjarins og bæjarstjóra, Ásdísi Kristjánsdóttur.
Kópasteinn stendur í ákaflega fögru umhverfi við Borgarholtið sem hefur í gegnum tíðina verið vettvangur leiðangra og leiks barnanna. Menningarhús bæjarins eru líka iðulega sótt heim, enda skammt undan.
90 börn eru í leikskólanum og leikskólastjóri er Margrét Stefanía Lárusdóttir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar