Sumardaginn fyrsta er félögum í Vinum Kópavogs og fjölskyldum og vinum, já öllum áhugasömum, boðið í göngu um Kópavogsdal, meðfram Læknum. Göngunni líkur við skátaheimilið þar sem eru í boði sumardags-vöflur og kaffi.
Leiðsögumenn verða líffræðingurinn Árni Bragason sem ólst upp við Lækinn og sagnamaðurinn Frímann Ingi Helgason af Kársnesi. Fararstjóri er Tryggvi Felixson sem í æsku veiddi fisk í Kópavogslæknum og bar á borð fyrir villikettina í Hvömmunum.
Gangan hefst við Þinghól kl. 13:30. Þinghóll er staðsettur sunnan við Kópavogstúnið og þar er minnisvarði um Kópavogsfundinum árið 1662. Frá Þinghól verður gengið með fram Læknum og staldrað við á merkilegum sögustöðum. „Plokk“ verður haft í hávegum ef eitthvað rusl verður á vegi göngufólks. Gengið verður innundir Dalveg og svo til baka í skátaheimili Kópa þar sem húsið hefur verið opnað fyrir gesti sem vilja þiggja sumardags-vöflur.
Með ósk um gleðilegt sumar, Stjórn félagsins Vinir Kópavogs