Blóðsykursmælingar og basar í göngugötunni í Mjódd

Föstudaginn 15. nóvember kl. 14 – 17, býður Lionsklúbburinn Engey upp á ókeypis blóðsykursmælingar í göngugötunni í Mjódd.

Á sama tíma og sama stað verður basar til styrktar líknarsjóði klúbbsins og barnastarfi Kvennaathvarfsins.

Á basarnum verður til sölu bakkelsi og ýmislegt prjónles.

Posi verður á staðnum.

Lionsklúbburinn Engey

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar