Blikahjalli 1-18 er gata ársins 2021 í Kópavogi

Blikahjalli 1-18 í Kópavogi er gata ársins, en það koma í ljós þegar Umhverfisviðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs voru afhentar á dögunum í félagsheimilinu Borgum.

Blikahjalli 1-18 er gata ársins 2021 í Kópavogi

Í Blikahjalla afhjúpaði Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar viðurkenningarskjöld. Þá gróðursettu Margrét og Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs, tré í götunni og nutu við það aðstoð yngstu íbúa götunnar. „Við Blikahjalla 1-18 standa 13 lágreist raðhús sem mynda fallega og stílhreina heild. Hjallahverfið í Kópavogi var skipulagt árið 1990 og er mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og hefur verið vinsælt meðal fjölskyldufólks.

Húsin í Blikahjalla bera heildaryfirbragð arkitekts og mjög vel hefur tekist til við byggingu húsa og frágang lóða og viðhalda þeirri sérstöðu sem arkitektúr húsanna veitir götunni.

Í Blikahjalla afhjúpaði Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar viðurkenningarskjöld

Alls eru um 56 íbúar í götunni í þeim 13 húsum sem standa við Blikahjalla 1-18. Hverfið byggðist upp að mestu á árinum 1994-1999, bygging par- og raðhúsanna við Blikahjalla 2-6 hófst 1994 og 1995 og síðan bygging á Blikahjalla 3-11 árið 1996, síðustu hús götunnar voru að rísa upp úr aldamótum og síðan þá hafa húsin verið mikið prýði fyrir bæjarfélagið.

Útlit húsanna er afskaplega stílhreint og hafa íbúar viðhaldið því útliti í gegnum tímanna rás og eru húsin enn þann dag í dag mikið prýði fyrir bæjarfélagið.

Gatan einkennist af vel hirtum lóðum og stílhreinum og snyrtilegum húsum sem mynda fallega heildarmynd í götunni.

Íbúar í Blikahjalla eru vel að viðurkenningunni komnir fyrir að hafa hugað vel að umhverfi sínu, haldið húsum sínum og lóðum snyrtilegum og götunni fallegri í áranna rás. Íbúar götunnar eru öðrum íbúum Kópavogs hvatning og fyrirmynd,” segir í umsögn um götuna.

Friðrik Baldursson og Margrét Friðriksdóttir koma trénu fyrir
Gróðursett! Fv. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Indriði Stefánsson, Jón Arnór Guðmundsson, Einar Þorvarðarson, Margrét Friðriksdóttir, Jóel Ingi Gíslason og Friðrik Baldursson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar