Bjóðum sumarið velkomið 

Þann 1. febrúar mun Kópavogsbær auglýsa fyrstu sumarstörfin fyrir sumarið 2023. Síðasta sumar voru um 500 einstaklingar sem komu til starfa hjá bænum og má reikna með álíka fjölda í ár. Störfin eru fyrir öll þau sem fædd eru árið 2005 eða fyrr og sérstök áhersla lögð á að einstaklingar í námi fái vinnu. 

Auglýsingar koma til með að birtast á Alfreð og heimasíðu Kópavogsbæjar á tímabilinu 1. febrúar til 31. mars. Um er að ræða í kringum 60 ólík störf og má þar nefna störf í leikskólum, vinnuskóla, sundlaugum og þjónustustörf í sumarafleysingum. 

Þau sem ætla að sækja um störfin eru hvött til að vera á tánum þar sem ekki verður tekið við umsóknum eftir að umsóknarfresti lýkur. Hægt verður að skrá sig á biðlista sumarstarfa, þar sem stofnanir geta ráðið starfsfólk verði einhverjar breytingar á mönnun fyrir sumarið. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar