Söngkonan og hljómsveitarstjórinn Ragnheiður Ingunn var valin bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi á Íslensku tónlistarverðlaununum 2023. Hún kemur fram á hádegistónleikum í Digraneskirkju sunnudaginn 2. júlí kl. 12:30 og flytur sönglög eftir Jóhann G. Jóhannsson, Franz Schubert, Lori Laitman og Arnold Schönberg.
Ásamt Ragnheiði koma fram tvær frábærar tónlistarkonur. Hin spænska Mercedes Bravo er píanóleikari sem hefur komið fram á tónleikum víðs vegar um Evrópu og Johanna Grossner er margverðlaunuð og hreppti nýverið stöðu klarinettleikara í Vínarfílharmóníunni sem er ein eftirsóttasta sinfóníuhljómsveit í heimi. Leiðir þeirra þriggja lágu saman í meistaranám við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi.
Tónleikarnir eru um klukkutími að lengd. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.