BIOEFFECT X Þórdís Erla Zoëga

Fallegu gjafasettin frá BIOEFFECT eru unnin í samstarfi við listakonuna Þórdísi Erlu Zoëga og útkoman er töfrandi ferðalag EGF húðdropanna í gegnum húðlögin.
 
Þórdís Erla Zoëga er metnaðarfull listakona sem hefur þegar skapað sér nafn í listaheiminum hérlendis og erlendis. Þórdís Erla á viðburðarríkan feril að baki, hún var meðal annars valin bæjarlistarmaður Seltjarnarnesbæjar 2022 og í Gróttu er að finna fallegt útilistaverk eftir hana. Þórdís hefur sett upp sýningar víðsvegar um heim og nýverið bar Þórdís Erla sigur úr býtum í samkeppni meðal listamanna um nýtt útilistaverk við nýjan Landspítala. Vinningstillaga Þórdísar Erlu nefnist ‘Upphaf’ og er verkið hringlaga form sem ætlað er að afmarka annars vegar tjörn og hins vegar setsvæði til hliðar við aðalinngang byggingarinnar.
 
Þórdís Erla útskrifaðist úr Gerrit Rietveld Akademie í Amsterdam og vinnur meðal annars með skúlptúra, málverk og myndbönd. Verk hennar hafa verið sýnd um allan heim – til dæmis í Kaupmannahöfn, Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel og Tékklandi. Þórdís Erla er partur af BERG Contemporary, íslenskt listagallerí sem veitir fjölbreyttan vettvang fyrir samtímalist með því að sýna bæði upprennandi og rótgróna listamenn í gegnum nýstárlegar sýningar.

Dansar á línunni milli listar og hönnunar

„Í sköpun minni dansa ég á línunni milli listar og hönnunar. Ég vinn með ýmis efni, en mér finnst sérstaklega áhugavert að nota efni sem hægt er að leika sér að með ljósi og reyna að fanga töfra hversdagsleikans. Innblásturinn fyrir gjafasettin kom frá EGF húðdropunum og ferðalagi þeirra frá ‘ytri’ heiminum til ‘innri’ heims húðarinnar. Ég vildi túlka ferðalag þeirra í gegnum húðlögin þar til þeir ná áfangastað og byrja að virka.“
 
Þórdís Erla einsetti sér einnig að vinna með ímynd og einkenni vörumerkisins og skapa verk í þrívídd út frá einkennandi röndum BIOEFFECT vörumerkisins.
 
„Frá því að BIOEFFECT hafði samband við mig hef ég notið þess að læra um vísindin og allt sem stendur að baki vörumerkinu. Mér finnst einnig áhugavert að kafa ofan í vöruhönnun; frá rannsóknarstofunni til vörunnar á hillunni og hvernig hún hefur samskipti við manneskjuna sem notar vöruna.“

Árleg hefð að vinna í samstarfi við íslenskar listakonur.

Það er árleg hefð hjá BIOEFFECT að velja íslenska listakonu til að vinna með þegar kemur að hönnun gjafasettanna og meðal fyrri samstarfa má nefna Kristjönu S. Williams og Doddu Maggý. Þá hefur BIOEFFECT einnig unnið með listafólkinu James Merry og Shoplifter, Hrafnhildi Árnadóttur, sem hannaði 10 ára afmælisútgáfu EGF húðdropanna.

Ramma inn vörur BIOEFFECT

„Samstarf BIOEFFECT við íslenskt listafólk er ætlað að ramma inn vörur BIOEFFECT á fallegan hátt og gera að hátíðlegri gjöf, en ekki síður að vekja athygli á íslenskri list og listakonunni sem samstarfið er við hverju sinni. Kynningin nær til yfir 20 landa þar sem vörur BIOEFFECT eru seldar, í verslunum og á netinu. Samstarfið við Þórdísi Erlu hefur verið sérstaklega gefandi og ánægjulegt, og við hjá BIOEFFECT virkilega ánægð með útkomuna sem við vonum að gleðji sem flesta þessa jólahátíð“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri BIOEFFECT.

BIOEFFECT eru margverðlaunaðar, íslenskar húðvörur sem byggja á íslensku hugviti. Virku innihaldsefni húðvaranna eru framleidd með aðferðum plöntu-líftækni, svokallaðir vaxtarþættir, og eru þeir framleiddir í byggplöntum í gróðurhúsi ORF Líftækni á Íslandi. BIOEFFECT EGF (Epidermal growth factor) er þekktasti vaxtarþátturinn.

BIOEFFECT X Þórdís Erla Zoëga gjafasettin fást í verslun BIOEFFECT á Hafnartorgi, bioeffect.is og á völdum sölustöðum.

Ljósmyndir af BIOEFFECT gjafasettum og Þórdísi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar