Bikarmeistarar hefja keppni Meistaradeildinni í kvöld

Það er skammt stórra högga á milli hjá kvennaliði Breiðabliks í knattspyrnu þessa dagana. Á föstudaginn tryggðu liðið sér bikarmeistaratitilinn með sannfærandi sigri á Þrótti í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og í kvöld kl. 19 bíður þeirra síðan erfitt verkefni er þær fá franska stórliðið, PSG, í heimsókn á Kópavogsvöll. Þetta er fyrsti leikur liðsins af 6 í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, en síðasti leikur liðsins í riðlinum er einnig gegn PSG þann 16. des. nk. Spænska stórliðið Real Madrid og WFC Kharkiv frá Úkraníu eru einnig með Breiðablik í riðlinum. Nú er bara að fjölmenna á völlinn í kvöld og styðja nýkrýnda bikarmeistara.

Á forsíðumyndinni eru systurnar Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks og Kristín Dís Árnadóttir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins