Bergljót verður oddviti Samfylkingarinnar

Bergljót Kristinsdóttir verður oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, en það koma í ljós eftir að flokksvali Samfylkingarinnar lauk síðastliðinn laugardag. Pétur Hrafn Sigurðsson, núverandi oddviti flokksins og bæjarfulltrúi gaf ekki kost á sér.

Í tilkynningu frá Samfylking-unni segir að alls hafi 311 tekið þátt í flokksvalinu og eru niðurstöður þess bindandi fyrir efstu fjögur sætin. Féllu atkvæði þannig að Bergljót Kristinsdóttir fékk 160 atkvæði í 1. sæti, Hákon Gunnarsson fékk 167 atkvæði í 1.-2. sæti, Erlendur Geirdal fékk 187 at-kvæði í 1.-3. sæti og Donata H. Bukowska fékk 194 atkvæði í 1.-4. sæti.

Samfylkingin fékk tvo bæjarfulltrúa í kosningunum 2018, þau Pétur Hrafn Sigurðsson oddvita og Bergljótu, sem tekur við oddvitasætinu.

Ánægð og þakklát

Ánægð með efsta sætið í flokksvali Samfylkingarinnar og að leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum? ,,Ég er afar ánægð og þakklát fyrir þann góða stuðning sem ég fékk í oddvitasætið og vil þakka öllum sem tóku þátt í flokksvalinu og þeim sem kusu,” segir Bergljót, nýr oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Nú tekur seinni hálfleikurinn við

Hvað tekur nú við og ertu ánægð með listann sem Samfylkignin býður fram í sveitarstjórnarkosningunum, öflugur og samhentur listi? ,,Nú tekur seinni hálfleikur við. Að stilla saman strengi og tryggja góða kosningu. Listinn er sterkur og fjölbreyttur og við þekkjumst öll vel svo vinnan framundan verður örugglega skemmtileg. Ég hlakka til vors-ins og seinni hálfleiks.“

Enn er allt opið

Og væntanlega spennt fyrir komandi sveitarstjórnarkosningum? ,,Já það eru fyrirséðar töluverðar breytingar á bæjarfulltrúahópnum sem gera komandi kosningar ansi spennandi. Það gætu líka átt eftir að bætast við fleiri framboð þegar nær dregur. Enn er allt opið. En við höldum okkar striki og vinnum að góðri kosningu,” segir Bergljót að lokum.

Mynd: Efstu fjórir í flokksvalinu! Frá vinstri: Donata Bukowska, Hákon Gunnarsson, Bergljót Kristinsdóttir, oddviti listans, og Erlendur Geirdal. Ljósmynd/Samfylkingin

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins