Barnvænn bær, betri bær

Kópavogur er barnvænn bær og hefur hlotið viðurkenningu UNICEF á Íslandi við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ýmis verkefni hafa til dæmis stuðlað að þessari viðurkenningu og vegferð. Alla tíð höfum við lagt mikla áherslu á svokallaðar snemmtækar íhlutanir sem og sértækan stuðning við ungmenni. Ýmis verkefni hafa stuðlað að þessari viðurkenningu.

Fléttan

Við viljum heildstæða og betri þjónustu til barna og barnafjölskyldna og höfum stuðlað að því markvisst frá 2018 með stofnun starfshóps er kallast Fléttan. Fléttan er samstarf mennta og velferðarsviðs. Með þessu verða verkefnin skilvirkari og þjónustan markvissari.
Í upphafi voru skilgreind 26 verkefni sem sameinuð voru í 17. Þarna Fléttast ýmis verkefni í þágu barna í leik og grunnskólum og taka á td sumarstörfum, frístund, barnavernd, tómstundum og íþróttum. Sem dæmi má nefna að frístundir skóla mæti börnum með fjölbreyttar þarfir s.s vegna móðurmáls og fjárhags. Einnig er þarna haldið utan um verkefnið Klókir litlir krakkar, Klókir krakkar og haltu kúlinu sem eru kvíðanámskeið fyrir börn, unglinga og foreldra á skilgreindum aldri.

Sálfræðiþjónusta í 10.bekk

Bæjarstjórn ákvað einnig að við innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðaðanna yrði ein af aðgerðum Kópavogsbæjar að tryggja nemendum 10.bekkja ráðgjöf hjá sálfræðingi. Markmið ráðgjafaviðtala er að nemendur fái tækifæri til að ræða við sálfræðing með skömmum fyrirvara á auðveldan hátt. Samhliða viðtölum veita sálfræðingar fræðslu um geðrækt fyrir árganginn og upplýsa um viðtölin sem nemendum stendur til boða. Gætt er trúnaðar við nemendur en leitast er eftir samvinnu við aðstandendur. Ef sérfræðingurinn telur að þörf sé á aukinni hefðbundinni skólaþjónustu mun hann þurfa samþykki nemandans til að hafa samband við foreldra og skóla. Einnig eru sálfræðingar tilkynningarskyldir til barnaverndar beri svo undir. Með þessari tilteknu ákvörðun höfum við dregið úr löngum biðlistum eftir sérfræðiaðstoð til barna en einnig valdeflt börnin um að þiggja aðstoð sjálf.

Mælaborð og tilkynningarhnappur

Annað verkefni sem er mikilvægt að nefna er Mælaborð barna sem gefur yfirlit um heilsu og líðan barna í bænum sem auðveldar okkur ákvarðanir um ráðstafanir fjármagns í þágu barna. Einnig var settur upp tilkynningarhnappur í spjaldtölvur barna í 5.til 10.bekk sem geta tilkynnt sjálf brot á réttindum sínum eða hafa grun um önnur börn kunni að vera í vanda.
Þetta er aðeins brot af þeim verkefnum sem samstíga bæjarstjórn hefur tekið á undanförnum árum. Það er gott að vera barn í Kópavogi.

Karen Elísabet Halldórsdóttir,
bæjarfulltrúi sækist eftir 1. sæti í prókjöri sjálfstæðismanna í Kópavogi 12. mars nk.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar