Bætum aðstæður á Sunnuhlíð, Kópavogsbúar eiga það skilið.

Það eru rúm 9 ár síðan stjórn Sunnuhlíðarsamtakanna í Kópavogi óskaði eftir því við ríkið tæki yfir rekstur hjúkrunarheimilisins „tímabundið“ vegna rekstrarerfiðleika. Í dag rekur félagið Vigdísarholt heimilið ásamt Seltjörn á Seltjarnarnesi. Í stjórn eru 3 fulltrúar skipaðir af Ríkissjóði Íslands. Í svari til þingmanns á 150. Löggjafarþingi kemur fram að „ekki hefur verið gerður samningur um reksturinn við heilbrigðisráðuneytið en félagið (Vigdísarholt ehf) fær greitt fyrir veitta þjónustu samkvæmt gjaldskrám Sjúkratrygginga Íslands, annars vegar gjaldskrá fyrir þjónustu hjúkrunarheimila sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands og hins vegar gjaldskrá fyrir dagdvöl aldraðra á vegum stofnana sem ekki eru á föstum fjárlögum árið 2019 og eru án samnings um verð við Sjúkratryggingar Íslands“. 

Verður að segjast að þetta er nokkuð sérstök staða. Í apríl 2019 gerði embætti landlæknis úttekt á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Þar kemur meðal annars fram að „starfsfólk í Sunnuhlíð lætur sér almennt annt um íbúa og leggur sig fram um að tryggja lífsgæði og velferð þeirra“ Hins vegar bendir embætti landlæknis að það sé mat „embættisins er mikilvægt að gripið verði til markvissra aðgerða til að bregðast við [áðurnefndum] mönnunarvanda. Einnig hvetur embættið til þess að fylgst sé með því að samningi við lækna Heilsuverndar sé framfylgt. Þá er það mat embættisins að ekki sé viðunandi að helmingur rýma hjúkrunarheimilisins séu tvíbýli og að íbúar deili salerni með öðrum.  Það er alveg ljóst að aðstæður sem þessar skerða lífsgæði íbúanna og minni líkur eru á því að þeir upplifi hjúkrunarheimilið sem sitt eigið heimili.  Í heimsfaraldri er það eitt að grundvallaratriðum að heimilismenn á hjúkrunarheimilunum deili ekki salernum með öðrum til að tryggja sýkingavarnir. Það er því augljóst að bæta þarf þær aðstæður sem íbúar búa við, ekki aðeins vegna heimsfaraldurs heldur einnig til framtíðar.  Það er hins vegar ljóst að bæta þarf herbergjaskipan á Sunnuhlíð þannig að þar verði aðeins boðið upp á einbýli. Aðeins þannig er hægt að tryggja aðbúnað íbúa á Sunnuhlíð til framtíðar. Mikilvægt er að rekstrarfjármagn hjúkrunarheimila sé tryggt. Það er afar slæm þróun að fleiri og fleiri hjúkunarheimilum hefur verið skilað af bæði sveitarfélögum og öðrum aðilum til ríkisins vegna þeirrar ástæðu að framlög duga ekki fyrir útgjöldum. Það gerðist í tilfelli Sunnuhlíðar. Rekstur hjúkrunarheimila á að vera nærþjónusta á ábyrgð sveitarfélagsins, en þó flutningur til ríkisins hafi átt að vera tímabundinn sjást enginn merki um að stjórnun Sunnuhlíðar sé að komast í réttar hendur og að fjármagn til þess sé tryggt.

Bergur Þorri Benjamínsson sækist eftir stuðningin í 2. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 12. mars. nk.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar