Bætt þjónusta við efri byggðir Kópavogs

Þessa dagana stendur yfir vinna við að setja upp bókabox í Vallakór til að bæta þjónustu bókasafnsins við efri byggðir Kópavogs. Geta þá korthafar pantað sér bók, fengið senda í Vallakór og sótt hana líkt og um póstsendingu sé að ræða. Einnig verður hægt að skila bókum í boxið. Þetta er spennandi verkefni og mun vonandi skila sér í fleiri útlánum og meiri lestri.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar