Axel kynnir fyrir krökkum og foreldrum grunninn í lagasmíðum í Salnum

Sköpum saman í notalegri stund þar sem Axel Ingi kynnir fyrir krökkum og foreldrum grunninn í lagasmíðum í Salnum laugardaginn 18. nóvember kl. 13. Krakkarnir fá að spreyta sig á að semja laglínur og texta um málefni sem eru þeim hugleikin auk þess sem farið verður í skemmtilegar taktæfingar og aðra leiki

Krakkar á aldrinum 4 – 8 ára eru hjartanlega velkomnir og foreldrar að sjálfsögðu.

Engin krafa er um tónlistarmenntun.

Aðgangur ókeypis og heitt á könnunni.

Sjáumst í Salnum.

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkir Fjölskyldustundir á laugardögum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar