Ásgeir Baldursson nýr formaður Breiðabliks

Ásgeir Baldursson, var sjálfkjörin formaður Breiðabliks á aðalfundi félagsins, sem haldinn var um miðjan maí s.l og var hann mjög vel sóttur. Ásgeir tekur við af Sveini Gíslasyni, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en Sveinn hefur verið í stjórnarsetur í 23 ár fyrir félagið.

Skóinn kreppir víða er kemur að aðstöðumálum

Sveinn Gíslason formaður fór yfir skýrslu stjórnar og fór hann vítt og breitt yfir starfssemi félagsins í sinni ræðu en umsvif félagsins eru alltaf að aukast í takt við fjölgun iðkenda hjá félaginu.

Aðstöðumálin voru eins og áður ofarlega í huga þar sem skóinn kreppir víða innan félagsins í þeim málum.
Að lokum þakkaði hann sjálf-boðaliðum, meðstjórnendum og starfsfólki kærlega fyrir samstarfið en hann er að láta af störfum eftir 23 ára stjórnarsetu hjá félaginu og þar af sem formaður félagsins frá árinu 2016.

Eftirtaldir hlutu 2ja ára kosningu í aðalstjórn:
Aðalheiður María Vigfúsdóttir Benedikt Sigurðsson
Gurðún Drífa Hólmgeirsdóttir Pétur Hrafn Sigurðsson

Fyrir í aðalstjórn og voru kosin til 2ja ára á síðasta aðalfundi eru:

Rakel Ásgeirsdóttir
Þórólfur Heiðar Þorsteinsson

Að lokum voru veittar heiðursveitingar sem að þessu sinni voru 17 talsins

Heiðursblikar
Haraldur Erlendsson
Sveinn Gíslason

Gullblikar
Aðalsteinn Jónsson

Pétur Hrafn Sigurðsson

Sigurður Ingi Hauksson

Silfurblikar
Aðalheiður María Vigfúsdóttir

Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir

Guðlaug Björnsdóttir

Gunnar Þorvarðarson

Hákon Gunnarsson

Hákon Jónsdóttir

Hákon Hrafn Sigurðsson

Jónína Guðmundsdóttir

Karl Pálmason

Margrét J. Magnúsdóttir

Ragnar Sverrisson

Snorri Arnar Viðarsson

Heimir Snær Jónsson hlaut félagsmálabikar Breiðabliks

Þá var Félagsmálabikar Breiðabliks afhentur en hann hlaut Heimir Snær Jónsson sem hefur starfað mikið og óeigingjarnt starf fyrir körfuknattleiksdeild félagsins.

Forsíðmynd: Heiðursbliki! Sveinn Gíslason, fyrrverandi formaður Breiðabliks fékk viðurkenningu sem Heiðursbliki, en með honum á myndinni er nýr formaður Breiðabliks Ásgeir Baldursson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar