Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er nýr oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi, en hún sigraði í prófkjöri flokksins sem fram fór í gær. Úrsliti prófkjörsins lágu fyrir um kl. 22:30 í gærkvöldi og hlaut Ásdís afgerandi kosningu í fyrsta sæti, en hún fékk 1881 atkvæði í fyrsta sæti. Alls tóku 2521 þátt í prófkjörinu. Auðir seðlar voru 2 og ógildir voru 69.
Röð 6 efstu sæta eftir lokaniðurstöður voru eftirfarandi:
- sæti: Ásdís Kristjánsdóttir með 1881 atkvæði.
- sæti: Hjördís Ýr Johnson með 739 atkvæði í 1.-2. sæti.
- sæti: Andri Steinn Hilmarsson með 790 atkvæði í 1.-3. sæti.
- sæti: Hannes Steindórsson með 980 atkvæði í 1.-4. sæti.
- sæti: Elísabet Berglind Sveinsdóttir með 1059 atkvæði í 1.-5. sæti.
- sæti: Hanna Carla Jóhannsdóttir með 1247 atkvæði í 1.-6. sæti.