Ásdís bæjarstjóri og Orri formaður bæjarráðs

Eins og fram hafði komið á kgp.is, þegar Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ákvaðu að hefja formlegar viðræður, að þá var reiknað með að Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, yrði bæjarstjóri Kópavogs, Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokksins tæki við formennsku í bæjarráði og að flokkarnir mundu skipta með sér verkum hvað forseta bæjarstjórnar varðar, en hvor flokkur mun gegna embættinu í tvö ár.

Orri Hlöðversson tilkynnti þetta á blaðamannafundi í Gerðarsafni, sem enn stendur yfir, þegar málefnasamningurinn var kynntur og áframhaldandi meirihlutasamstarf flokkanna tveggja, en á síðasta kjörtímabili þá var Sjálfstæðisflokkurinn með bæjarstjórastólinn og Framsóknarflokkurinn var með formann bæjarráðs. Eina breytingin er því embætti forseta bæjarstjórnar, en Sjálfstæðisflokkurinn gefur hann eftir frá síðasta kjörtímabili þ.e.a.s. að flokkarnir munu skipta embættinu á milli sín á kjörtímabilinu, þannig að hvor flokkur heldur embættinu helming kjörtímabils.

Málefnasamningurinn handsalaður
Gestir sem voru mættir á blaðamannafundinn voru sáttir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar