Annað stærsta sveitarfélagið til að fá jafnlaunavottun

Kópavogsbær, hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST-85. Kópavogur er annað stærsta sveitarfélag landsins og stór vinnuveitandi en hjá bænum starfa að jafnaði um 2700 einstaklinga en um 3000 þegar mest er.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs tók við skírteininu ásamt verkefnahóp vottunarinnar tók við skírteininu frá vottunarstofunni Vottun hf. þann 12. maí.

Þessi áfangi er staðfesting á því að hjá Kópavogsbæ sé rekið virkt jafnlaunakerfi sem uppfyllir allar kröfur Jafnlaunastaðalsins. Jafnlaunakerfið nær til alls starfsfólks sveitarfélagsins en það samanstendur af ferlum, launaviðmiðum, skjölun, verklagi og fleiru til að tryggja að málsmeðferð og ákvarðanataka í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Megintilgangur jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna hjá Kópavogsbæ. Með jafnlaunakerfi er Kópavogsbær komin með í hendur öflugt verkfæri til að tryggja að öllum séu greidd jöfn laun óháð kyni.

Á myndinni eru frá vinstri: Sigurður Arnar Ólafsson gæðastjóri, Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri, Emil B. Karlsson frá Vottun, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Berglind María Kristinsdóttir verkefnastjóri, Pálmi Þór Másson sviðsstjóri, Þorsteinn Einarsson sérfræðingur á  mannauðsdeild.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar