Andri Steinn sækist eftir 2-3. sæti. í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi

Andri Steinn Hilmarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar, sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fer fram 12. mars. Andri Steinn er búsettur í Smárahverfi ásamt unnustu sinni Sonju Anaísi Ríkharðsdóttur og Ármeyju Iðunni dóttur þeirra.
„Við þurfum að tryggja góða þjónustu við íbúa bæjarins á sama tíma og við stillum álögum á bæjarbúa í hóf,“ segir Andri Steinn en hann starfar á Alþingi sem aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Andri, sem hefur búið í Kópavogi nær alla sína ævi, ætlar að leggja áherslu á leikskólamál á næsta kjörtímabili. Leita þurfi leiða til að mæta þörfum hverrar fjölskyldu varðandi opnunartíma og sumarlokanir. Þá vill Andri Steinn halda áfram aðskilnaði gangandi og hjólandi á stígum bæjarins enda sé það orðið brýnt öryggismál vegna þeirrar miklu fjölgunar sem hafi orðið af ýmsum farartækjum á stígunum undanfarin ár. „Þá er ég sannfærður um að með breytingum á Strætókerfi okkar höfuðborgarbúa, sem eru til þess fallnar að flýta ferðum fólks á milli staða og gera þjónustuna áreiðanlegri muni notendum vagnanna fjölga. Það er hins vegar óábyrgt að ræða ekki rekstrarfyrirkomulag Borgarlínu áður en lengra er haldið. Reksturinn er ekki fjármagnaður í dag og það veit ekki á gott núna þegar Strætó nær ekki endum saman í rekstrinum og þarf að loka tæplega milljarðs króna gati sem kom til vegna kórónuveirunnar,“ segir Andri.
„Nú þegar íbúar bæjarins nálgast 40 þúsund er bærinn orðinn mjög hagfelld rekstrareining. Það er tímabært að bærinn lækki álögur á íbúana og ráðist í alvöru skattalækkanir á fasteignir og útsvar fólks á næsta kjörtímabili í stað þess að lækka prósentuna aðeins til þess að vega á móti hækkunum sem komnar eru til vegna hærra fasteignamats ríkisins.“

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar