Árlegir Heilsu- og lífsstílsdagar í Nettó standa hefjast í dag, fimmtudaginn 29. ágúst, en á heilsudögunum geta viðskiptavinir Nettó gert góð kaup á heilsu- og lífsstílsvörum, sem eru með allt að 25% afslætti auk þess sem boðið er upp á ofurtilboð á einstökum vörum á hverjum degi.
Þetta er okkar hátíð
Þetta er átjánda árið í röð sem Nettó stendur fyrir Heilsu- og lífsstílsdögum en Nettó býður upp á þessa daga tvisvar á ári, í lok janúar og ágúst. Helga Dís Jakobsdóttir er markaðs- og upplifunarstjóri Nettó. Kópavogspósturinn/Garðapósturinn byrjaði á því að spyrja hvort það ríkti ekki mikil tilhlökkun meðal viðskiptavina fyrir Heilsudögum, enda hefur mikil vitundarvakning orðið um bætta heilsu á undförnum árum? ,,Það hefur alltaf ríkt mikil tilhlökkun meðal viðskiptavina og starfsfólks Nettó fyrir Heilsu- og lífsstílsdögum – þetta er okkar hátíð! Við leggjum okkur fram um að bjóða upp á hollari valkosti í öllum deildum hjá okkur. Til dæmis bjóðum við nú upp gæludýrafóður í gæðaflokki – því við viljum einnig geta fundið hollari valkosti fyrir dýrin okkar.“
Appdagatal Heilsudaga Nettó gefur hærri afslætti
Það er ekki orðum ofaukið að viðskiptavinir geti gert sannkölluð kjarakaup á Heilsu- og lífsstílsdögum Nettó enda mikill afsláttur í boði og daglega boðið upp á afsláttarbombur (aukaaflátt) af einstaka vörum? ,,Við bjóðum upp á allt að 25% afslátt af fjölda heilsu- og lífsstílsvara þessa daga. Einnig erum við með appdagatal þar sem ákveðin heilsuvara, ásamt tegund af ávexti eða grænmeti, er á ofurapptilboði hvern dag sem Heilsu- og lífsstílsdagar standa yfir. Appið virkar þannig að þú skannar kóða við kassann og færð 2% af öllum innkaupum til baka sem inneign í hvert skipti sem þú verslar. Þegar vörur eru á apptilboði safnar þú mun meiri inneign, allt að 50% fyrir einstakar vörur á Heilsudögum. Ég hvet lesendur til að skoða appdagatal Heilsudaga og kynna sér hvaða vörur verða á apptilboði hvern dag fyrir sig.“
Um 3000 þúsund vörunúmer
En hvað eru þetta margar vörur sem eru á afslætti þessa daga? ,,Þetta eru hátt í 3.000 vörunúmer.“
Margir nota Heilsu- og lífsstílsdaga Nettó til að birgja sig upp fyrir veturinn af hollum matvörum sem endast lengi, þurrvörum, niðursuðuvörum og frystivörum, auk vítamína og fæðubótarefna. Hvernig sér starfsfólk Nettó og heildsalanna til þess að hillurnar séu fullar alla Heilsudagana? ,,Við eigum í mjög góðu samstarfi við heildsalana. Í sameiningu höfum við undirbúið Heilsu- og lífsstílsdaga í allt sumar og erum því við öllu búin,“ segir hún og brosir.
Við viljum sýna stuðning
Hvers vegna eru Heilsu- og lífsstílsdagar alltaf í lok janúar og ágúst ár hvert? ,,Í byrjun janúar og september eru einmitt margir að koma sér aftur inn í rútínu hversdagsins og vilja huga betur að heilsunni. Sumir eru kannski að taka fyrstu skrefin í átt að betri lífsstíl. Við viljum sýna stuðning með því að bjóða upp á frábært úrval af hollum matvörum og heilnæmum heilsuvörum á tilboðsverði á þessum árstímum.“
Þetta er átjánda árið í röð sem þið standið fyrir þessum dögum. Hvaða vöruflokkar hafa verið vinsælastir í gegnum árin – hvað eru landsmenn helst að grípa og birgja sig upp af? ,,Änglamark vörumerkið okkar verður stöðugt vinsælla en Änglamark býður upp á gott úrval af lífrænum matvörum og Svansvottuðum barna- og hreinlætisvörum. Einnig eru vítamín og bætiefni alltaf vinsæl.“
Kefir-vatn slær í gegn viða um heim
Eru einhverjar nýjungar í ár; áttu von á að eitthvað nýtt slái í gegn? ,,Við erum alltaf með einhverjar nýjungar, til dæmis gæðafóður fyrir hunda og ketti sem ég nefndi áðan. Einnig bjóðum við upp á Kefir-vatn í fyrsta skipti en það er nýjung í heiminum sem er að slá í gegn,“ segir hún úrskýrir frekar: ,,Kefir-vatn er gerjaður og léttkolsýrður drykkur sem inniheldur góðgerla en engan sykur eða óþarfa aukaefni. Ólíkt öðrum kefir-vörum er hann ekki unninn úr mjólk og hentar því þeim sem eru vegan. King of Kefir drykkirnir fást í þremur frískandi bragðtegundum úr náttúrulegum og lífrænt vottuðum hráefnum. Þeir eru hitaeiningasnauðir og fara vel í maga.“
Nettó með breiðasta úrvalið af heilsu- og lífsstílsvörum
Hollusta og heilbrigði eru í brennidepli hjá Íslendingum og Helga Dís segir að Nettó sé leiðandi hvað varðar úrval af heilsu- og lífsstílsvörum og það eykst bara með hverju árinu? ,,Við erum með breiðasta úrvalið af heilsu- og lífsstílsvörum svo við hvetjum fólk að sjálfsögðu til þess að líta við í Nettó – og ekki gleyma appinu því þannig fáið þið besta verðið.
90 síðan heilsublað í rafrænu formi
Þannig að allar Nettóverslanir verða pakkfullar af hollustuvörum á frábæru verði dagana 29. ágúst til og með 8. september? ,,Klárlega! Svo er um að gera að fletta okkar skemmtilega 90 blaðsíðna heilsublaði sem kemur út rafrænt. Þar er hægt að lesa fróðleg viðtöl, skoða girnilegar uppskriftir og öll tilboðin!
Viðskiptavinir hafa tekið Heilsu- og lífsstílsdögum fagnandi
Og eins og fram hefur komið þá er þetta átjánda árið í röð sem þið standið fyrir Heilsu- og lífsstílsdögum. Það hlýtur að þýða að landsmenn hafa tekið einstaklega vel í þessa daga fyrst þið eruð með þá á hverju ári, tvisvar á ári? ,,Já, það er óhætt að segja að viðskiptavinir hafa tekið Heilsu- og lífsstílsdögum fagnandi og þess vegna er þetta svona mikil hátíð fyrir okkur.“
Ég hef alltaf unnið með að mæting er bæting og meðalvegurinn er bestur
En hvað með Helgu Dís sjálfa, eru einhverjar vörur sem hún sækist helst eftir á þessum dögum? Ertu dugleg að hreyfa þig og borða hollan mat? ,,Ég hef alltaf unnið með að mæting er bæting og meðalvegurinn er bestur. Ég nýt þess að elda og stunda góða útiveru. Ég mæti í Nettó daglega alla Heilsudagana og nýti mér apptilboðin á hverjum degi. Einnig er ég mjög hrifin af Änglamark og birgi mig alltaf vel upp af vörum úr því merki,“ segir Helga Dís að lokum.