Alls átta gjalddagar fasteignagjalda. Ekki tekið við peningum!

Fyrsti gjalddagi fasteignagjalda í Kópavogi er 1. febrúar, síðan 1. hvers mánaðar til september. Alls eru 8 gjalddagar.

Álagning fasteignagjalda byggir á fasteignamati húsa og lóða í Kópavogi, sem tekur meðal annars mið af stærð þeirra, notkun og lóðarhlutastærð.

3% staðgreisluafsláttur en ekki tekið við peningum

Veittur er 3% staðgreiðsluafsláttur ef gjöldin í heild eru greidd fyrir 18. febrúar 2022. Hægt er að ganga frá staðgreiðslu gjalda með því að draga 3% frá heildarálagningu gjaldanna og millifæra á banka: 0130–26–74, kt. 700169–3759. Ekki er tekið við reiðufé/pening á bæjarskrifstofunum, eingöngu er hægt að greiða með debetkorti.

Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk í framtali ársins 2021.

100% lækkun:

Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 5.862.000 krónur.

Hjón með heildarárstekjur allt að 7.490.000 krónur.

75% lækkun:

Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 5.862.001–5.959.000 krónur.

Hjón með heildarárstekjur á bilinu 7.490.001–7.881.000 krónur.

50% lækkun:

Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 5.959.001–6.057.000 krónur.

Hjón með heildarárstekjur á bilinu 7.881.001–8.271.000 krónur.

25% lækkun:

Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 6.057.001–6.118.000 krónur.

Hjón með heildarárstekjur á bilinu 8.271.001–8.661.000 krónur.

Vinsamlegast athugið að ekki verða sendir út greiðsluseðlar heldur verður einungis stofnuð krafa í heimabanka með sama hætti og áður. Engin breyting verður hjá þeim sem greitt hafa með boðgreiðslum eða eru í greiðsluþjónustu.

Ekki verða sendir út álagningarseðlar á pappírsformi en hægt er að nálgast nýjustu álagningarseðla á island.is og í Þjónustugátt Kópavogsbæjar á vefsíðu bæjarins

Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 441 0000 og fyrirspurnir má senda á netfangið:

[email protected]

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar