Afmæliskveðja frá bæjarstjóra Kópavogs

Menntaskólinn í Kópavogi fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli og erum við sem stýrum bænum afar stolt að hafa svo metnaðarfullan og glæsilegan framhaldsskóla innan bæjarfélagsins.

Skólinn hefur þróast, styrkst og breyst í takt við tímann, byrjaði sem 125 nemenda skóla en er í dag um 1100 nemenda skóli þar sem áherslan er bæði á bóklegt nám og iðngreinar.

Það er sannarlega ánægjulegt að sjá hversu mikil fjölbreytni er í námsframboði skólans, bóknámsbrautirnar eru fjölbreyttar og hafa þróast í gegnum tíðina.

Þá er iðnnámið eftirsótt og rómað, matreiðsla, bakaraiðn og framreiðsla er meðal þess sem kennt er. Nemenda- hópurinn er því sannarlega fjölbreyttur og fer ólíkar leiðir að lokinni útskrift, samfélaginu til hagsbóta. Skólinn hefur verið í fararbroddi í skólaþróun og lagt áherslu á samtal við atvinnulífið og er það af hinu góða.
Á þessu stórafmæli skólans sendi ég öllum aðstandendum heillaóskir með von um áframhaldandi gott starf.

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar