Ævintýri og gleði í Kauptúni – IKEA festival laugardaginn 7. júní

Sumarið verður formlega blásið inn með litadýrð, tónlist og ævintýrum þegar IKEA í Kauptúni heldur árlega fjölskylduhátíð sína, IKEA Festival, laugardaginn 7. júní. Hátíðarsvæðið opnar klukkan 13:00 og stendur til kl. 17:00 þar sem börn og fjölskyldur fá að upplifa töfraheim barnabókmenntanna, skemmtilega dagskrá og ljúffenga kjötbolla.

Leikhópurinn Lotta fer á kostum með sígildar sögur eins og Rauðhettu og úlfinnHans og Grétu og Eyrnaslapa og Grísling. Söngkonan Salka Sól mun stíga á svið sem Ronja ræningjadóttir og tryggja stemminguna með lífi og fjöri. Á svæðinu verða einnig hoppukastalar, krítarstöð, andlitsmálun, blöðrulistir, krakkadiskó og frostpinnar fyrir alla og auðvitað IKEA kjötbolluvagninn sem enginn vill missa af.

IKEA Festivalið hefur verið fastur liður í sumarbyrjun fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár og lofar að gleðja gesti á öllum aldri enn á ný í ár í Kauptúni á laugardaginn.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins