Á síðasta fundi bæjarráðs Kópavogs var lagt fram erindi frá Landsspítalanum varðandi þjónustu spítalans við alvarlega langveik börn á Rjóðrinu. Á fundinum komu fram miklar áhyggjur bæjarráðs, en Landsspítalinn ætlar ekki að sinna hlutverki Rjóðsins hvað varðar hvíldar- og endurhæfingarinnlögnum gagnvart langveikum börnum eins og verið hefur frá og með næstu áramótum.
Ætla að koma kostnaðinum yfir á sveitarfélögin
Bæjarráð Kópavogs bókaði eftirfarandi á fundinum:
,,Í bréfi landsspítalans til sveitarfélaganna er verið að tilkynna einhliða að stofnunin ætlar Rjóðrinu ekki að sinna hlutverki sínu hvað varðar hvíldar- og endurhæfingarinnlögnum gagnvart langveikum börnum eins og verið hefur frá og með næstu áramótum. Þetta þýðir að Landsspítalinn ætli að draga úr þjónustu við þennan viðkvæmasta hóp barna og koma henni og þar með kostnaðinum yfir á sveitarfélögin. Bæjarráð Kópavogs telur nauðsynlegt að starfsemi og þjónusta Róðursins haldist óbreytt og þjónusta Landspítalans við Langveik börn verði tryggð. Mikilvægt er að Sambandið og landshlutasamtök sveitarfélaga taki þetta mál föstum tökum, taki upp viðræður við heilbrigðisráðherra og tryggi áframhaldandi gott og mikilvægt starf Rjóðursins.”