Aðventuhátíð í Kópavogi

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin laugardaginn 26. nóvember en við það tilefni verða ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin tendruð.

Kynnir á jólatrésskemmtun er Salka Sól og munu jólasveinar bregða sér í bæinn og dansa í kringum jólatréð með hátíðargestum. Skólahljómsveit Kópavogs og Skólakór Hörðuvallaskóla flytja jólatónlist frá klukkan 15:45 en ljósin á jólatrénu verða tendruð kl. 16.

Frá klukkan 13 verður boðið upp á fjölbreytta aðventudagskrá fyrir alla fjölskylduna á Bókasafni Kópavogs, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu og Salnum. Jólasmiðjur, jólamarkaður, lifandi tónlist og notaleg aðventustemning en ókeypis er á alla viðburði í tilefni dagsins.

Lifandi tónlistaratriði í flutningi Barnakórs Smáraskóla, Flautukórs frá Tónlistarskólanum í Kópavogi, Kammerkvartettins, Kvennakórs Kópavogs og Samkórs Kópavogs munu koma fólki í hátíðarskap í Salnum og Gerðarsafni.

Bókasafn Kópavogs | 13 – 16
• Gjafapoka- og merkimiðasmiðja með Hönnu Jónsdóttur
• Jólaperl

Gerðarsafn | 13 – 16
• Pólskt jólaskraut með Wiolu Ujzadowska og Klaudiu Migdał

Náttúrufræðistofa Kópavogs | 13 – 16
• Jólakötturinn – fróðleikur og fjör kl. 13:30 / 14:30 og 15:30
• Jólaskúlptúrar með Guðlín Theódórsdóttur og Kötlu Björk Gunnarsdóttur

Salurinn – fordyri | 13 – 16
• Jólamarkaður og lifandi tónlist
• Gefðu okkur auga – ljóslistaverk verður til

Útisvæði menningarhúsanna | 15:45 – 17
• Skólahljómsveit Kópavogs
• Skólakór Hörðuvallaskóla
• Ljósin á jólatré Kópavogsbæjar tendruð
• Jólatrésskemmtun með Sölku Sól og jólasveinum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar