Aðalheiður María þríbætti Íslandsmetið í sleggjukasti 40-44 ára

Á dögunum fóru bikarkeppnir FRÍ fram á Kópavogsvelli, en bæði var keppt í flokki 15 ára og yngri og fullorðinna. Keppnin fór vel fram og sérstaklega gaman að sjá hve mörg lið voru mætt til leiks í ár.

Aðalheiður María Vigfúsdóttir, Silfurbli-ki með meiru, þríbætti Íslandmetið sitt í sleggjukasti í flokki öldunga 40-44 ára og náði 3. sæti með kasti upp á 39,70 m sem er rúmlega metra lengra en Íslandsmetið hennar í flokki 35-39 ára. Þetta var í 21. skiptið sem Aðalheiður keppti í Bikarkeppni FRÍ og alls hefur hún keppt í níu ólíkum greinum gegnum árin en hinar greinarnar eru kúla, kringla, sleggja, spjót, þrístökk, hástökk, stangarstökk, 100 m grind og 400 m grind.

Þetta sýnir og sannar að frjálsar eru fyrir fólk á öllum aldri og vonum við innilega að ungu Blikarnir okkar muni feta í sömu fótspor og halda áfram á sömu braut næstu árin og áratugina.

Í heildina unnu Blikar til 14 verðlauna í bikar 15 ára og yngri og 9 verðlauna í bikar fullorðinna. Vel gert það Breiðablik.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins